8.7.2008 | 16:30
Skítt með kerfið!
Nýjasta framtak stórfyrirtækja til að fá úllingana í landinu til þess að koma með sér í lið er Skítt með kerfið herferðin.
Þar er pönki, sem lífsviðhorfi og andspyrnu, nauðgað og selt sem eitthvað sem kemur pönki alls ekkert við. Þeir hengja upp plaköt, hafa þau smá á ská svo að þetta virki allt saman róttækt, ólöglegt og satt.
En þetta er ekki satt. Þetta er ógeðslegt culture rape og smekklaus auglýsing frá símafyrirtæki.
Svo segist Óttar Proppe ekki geta talað um hversu mikil pening hann fékk fyrir þetta, en mig grunar að hann hafi ekki verið þess virði. Það er neflilega ógeðslegt bragð af því að ætla að éta þar sem maður skítur.
Punk! Yeah!
ps. svo er NOVA heldur ekki skemmtistaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.