BNT

Ásdís Rán: Ekki góð í stafsetningu

ÁsdísAuðvitað ekki.

Allir fjölmiðlar á íslandi, í þessu tilviki DV, eru í stanslausri gúrkutíð. Þá er ekkert að gera annað en að búa til stjörnu, troða henni í hlutverk og segja svo af henni sögur. En það er svo sem gott og blessað... virkaði fyrir Gillz.

 En þegar hlutverkið sem fjölmiðlar (og í raun staðaltýpur samfélagsins) hafa troðið þessum "stjörnum" í er neyðarlegt og fréttirnar eru til þess að gera grín þá erum við kominn í einhvern súríalsíkan bizzaro heim þar sem vitleysingarnir eru VIP.

Ásdís Rán er léleg í stafsetningu því hún þarf ekkert á henni að halda. Í raun myndi stafsetning aftra henni frá því að vera þetta punchline sem lesendur bloggsins hennar eru að leita að. Þetta er bölvað níð.

Verst er þetta þó fyrir þá sem ná ekki brandaranum, fyrir allar þessar unglingsstúlkur sem að sjá þessa nauðgun og halda að hún sé eftirsóknarverð. Ef við hættum ekki að troða þessu liði í fjölmiðla til þess eins að hneykslast, gera grín og fá kannski eina standpínu þá endar þetta með því að við sjálf verðum hætt að ná brandaranum.

Það má til gamans geta að allt þetta á einnig við um Mercedez Club, Geir Ólafsson, Lalla Johns og hverja einustu "raunveruleikastjörnu" sem ég sé á Skjá einum.

Þetta byrjaði með The Gong Show árið 1976 og hefur bara versnað síðan...

Þessi aulahrolls-pervertismi á eftir að drepa okkur öll. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú fulla rödd sannleikans, heyr heyr.

Fjölmiðlar gera oft fyndna hluti, ég var til dæmis viðstaddur þegar menn voru sérstaklega settir í að gera Fazmo-strákana að stjörnum, svo hægt væri að flengja þá fastar þegar þeir myndu lenda í vandræðum eða vera dæmdir.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:46

2 identicon

En hvað finnst þér þá um það að í greininni segir að hún haldi uppi bloggi, ég hefði haldið að hún héldi úti bloggi. Er verið að grýta hraunmolum úr gróðurhúsi á dv?

Vilbert Hold (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband