9.7.2008 | 16:26
Velvilji?
Í annari færslu hér á síðunni talaði ég um herferð Vodafone og hversu smekklaust það er að stela menningarlegu fyrirbæri og afskræma það. En ólögleg veggspjöld í skjóli nætur eru hluti af unglingamenningu, hiphoppi, pönki og almennu andhófi gagnhvart þeirri pælingu að peningamenn fái einir að ráða útliti borgarinnar.
En hvað er málið með svokallaða "velviljuga borgara" sem er greinilega svo annt um helstu sjónmengun 21. aldarinnar (auglýsingar) að þeir rífa niður plaköt sem hylja þær. Þessir borgarar komust greinilega í uppnám yfir þessum veggspjöldum, það er að segja þangað til þeim var sagt að þær væru auglýsingar.
Aaaahh, þá eru þessi veggspjöld allt í einu orðin ekki bara ásættanleg heldur einstaklega sniðug leið til auglýsinga, jafnvel bara falleg.
Mér finnst æðislegt að fólk láti mál sig skipta, sérstaklega þegar þau mál eru sjónlistir í Reykjavík. En hvernig væri að opna fyrir möguleikann á því að kannski eru það þeir, sem af eintómri ástríðu, mála og líma í skjóli nætur sem eru að gera góða hluti. Ekki endilega þeir sem hafa það eitt fyrir stafni að selja vörur, ekki á nokkurn hátt skreyta eða tjá.
Farið út og rífið niður auglýsingar. Þessi veggspjöld voru neflilega engin ástæða til niðurrifs, það er, ekki fyrr en það kom í ljós að þær voru herferð frá Vodafone. Herferð sem hrækir á hugsjónir þess fólks sem er líklega ætlaður markhópur þessara auglýsinga.
Ert þú að skynja mig?
...eða hefur heilinn þinn minnkað í þvotti?
Auglýsingar rifnar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í alvöru??? Hefuru ekkert annað að gera en að blogga við fréttir og tuða? Á hvaða elliheimili ertu?
Bjössi (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:19
Getur verið að Bjössi vinni á auglýsingastofunni?
Þettaq var illa heppnað trix hjá Teymi, þeir eiga reyndar EJS líka sem gerði grikk með því að nota Sturlu mótmælanda fyrr útsölu í verslun. Sturlugrínið var húmor eins og sjálfur Jens Guð vottaði og var fyndið en þetta er ferlega ofurprodúserað auglýsingastofudæmi sem gengur ekki upp, eina sem er skítt er kerfi Ogvodatals eða hvað það heitir núna. Þetta er svona dæmi um að einhver hugmyndamaður sem er greinilega illa hæfur sem slíkur fær hugdetuna um að nota frasann skítt með kerfið og allir taka þátt í aulahrolli því engum dettur til hugar að standa upp og segja "En heyrðu, þetta er ekki góð hugmynd"
Ég vona að Teymi hafi ekki borgað meira en milljón fyrir allan pakkann.
Reynir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:40
Heyr heyr, kæri bloggari!
...désú (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:41
ég er að skynja þig
katrín atladóttir, 9.7.2008 kl. 20:44
ég skynja, þetta er slæm, slæm, slæm auglýsing. en þó ekki jafn slæm og kötturinn frá Símanum. Ég er enn að klóra mér í hausnum yfir tengingunni á milli KOLLEKT og að vera étinn af ketti.
Höjkur Ísbjörn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.