19.8.2008 | 10:27
Lög sem búa til glæpamenn.
Þetta er fullkomið dæmi um þegar lögum er fylgt blindandi án þess að leiða hugann nokkurn tímann að því hvort þau eigi rétt á sér. THC getur mælst í þvagi í mánuð eftir að það er reykt kannabis, en auðvitað hefur það ekki áhrif á aksturgetu nema rétt á meðan það er í blóði.
Menn gætu þess vegna komið heim úr fríi í Amsterdam og misst prófið sitt hér á Íslandi.
Það reykja margir kannabis. Hvort sem fólk gerir það einu sinni á dag eða einu sinni á ári, þetta fólk getur varla sleppt því að keyra þannig að það þarf vísvitandi (eða ekki) að brjóta lögin til að komast leiðar sinnar.
Þegar venjulegt fólk er gert að glæpamönnum með fáránlegum lögum eins og þessum þá hættir það sama fólk að samsvara sig með löghlýðnum borgurum. Þannig getur þessi vitleysa breytt hugsanamynstri fólks til laga almennt, gagnhvart lögreglunni, dómsvaldinu og ríkisstjórn.
En það er nú kannski ekki alslæmt.
Sviptur ökuréttindum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En er ekki ólöglegt að neyta fíkniefna? Nei ég sé þú hefur gert ráð fyrir því að menn neyti einungis fíkniefna á ferð sinni um Amsterdam. Má gera ráð fyrir að þeir hinir sömu freistist til að fá sér eins og í einn haus af og til hér á klakanum og gerist þar með sekir um lögbrot?
Veit ekki- en spái samt í það!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:37
Nýrun eru þvottastöðvar líkamans. Þau losa líkamann við úrgang niðurbrotsefna. Þvag er afurð þessarar hreinsunar og skolast út nokkrum sinnum á sólarhring. Það segir sig því sjálft að ef THC finnst í þvagi þá hefur það áður verið til staðar í líkamanum.
Ætli það hafi ekki haft eitthvað fyrir stafni meðan það beið eftir að skolast út?
Ragnhildur (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:03
Það er enginn refsing á Íslandi við því að hafa notað fíkniefni. Það er bara refsað fyrir það að eiga svoleiðis eða nota bíl eða vinnuvélar undir áhrifum þeirra.
Annars eru fíkniefnalög, sérstaklega þau sem snúa að kannabis, auðvitað lög sem eiga engan rétt á sér.
BNT, 19.8.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.