BNT

Hvað kostar þessi skrípaleikur svo?

Íslenska landsliðið í handbolta stóðu sig frábærlega á Ólympíuleikunum í Kína, það mætti jafnvel segja að þeir hafi staðið sig eins og hetjur. En þeir eru ekki hetjur.

Handbolti er leikur. Skemmtilegur fyrir þá sem hann spila og fyrir þá sem horfa. Ég veit að ég skemmti mér frábærlega á meðan ég lá fram á barborðið á English Pub og reyndi að sjá sjónvarpið í fókus á meðan úrslitaleiknum stóð.

En tjilliði sko, það að fljúga frá Keflavík til Reykjavíkur í fylgd flugvélar og þyrla er bara absúrd.

Fálkaorðan verður líka verðlaus um leið og hún fæst fyrir að kasta bolta í mark og heldur í alvörunni fólk að það mæti tugir þúsunda manns í bæinn til að sjá strákana okkar veifa úr strætisvagni?

Það má alveg taka vel á móti þessum strákum, en það að gera það svona ótrúlega öfgafullt er bara súrealískt. En þetta hlýtur að þýða að það sé ekki lengur kreppa. Skál fyrir því.

Djöfull hlýtur líka að vera sárt fyrir Magnús Ver að sjá þetta. Munið þið ekki þegar hann kom heim eftir að vinna Sterkasta mann heims í þriðja sinn í röð og enginn tók á móti honum...


mbl.is Svið reist á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Góður punktur hjá þér með Magnús Ver, sá hefði nú átt betra skilið. En mér datt í hug úr því að handboltastrákarnir fá fálkaorðuna þá ætti sundfólkið og frjálsíþróttafólkið sem stóð sig því miður illa á OL að fá RABBABARA við komuna til landsins.

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 14:31

2 identicon

þar er ég sammála þér talandi um fátækt á sjálfu Íslandi kreppu og verðbólgu allt í hassi og rugli og öll litlu lykla börnin sem ekki hafa pláss á dagvistun eftir skóla en peningar eru settir í svona rugl vona að ÞORGERÐUR KATRÍN SOFI VEL ÞVílík SKÖMM af þeim sem eiga að stjórna þessu landi ég er fegin að búa ekki á hel ísl kommon er ekki í lagi með þessa ríkisstjórn

Gyða Lárusdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það má auðvitað deila um ýmsa hluti,en mér finnst strákarnir okkar vel að þessu komnir.Hver veit nema að Magnús Ver eigi eftir að fá þessa orðu,ef mig misminnir ekki þá fannst mér ég sjá það á prenti ekki fyrir löngu síðan,að Bjarni bronshafi ólympíuleikana '88 hafi verið að fá orðuna fyrir ekki all löngu síðan.

Hjörtur Herbertsson, 27.8.2008 kl. 14:43

4 identicon

Fálkaorðan hefur lengi verið veitt fyrir ómerkari hluti en að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum, verðgildi hennar hækkar ef eitthvað er við þessa veitingu.

Bjarki (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:54

5 identicon

Biddu er þá fálka orðan ekki löngu orðinn verðlaus þar sem Vala Flosa fékk hana fyrir að vera í 3.sæti í að hopa með stöng ?

Og Magnús ver verður bara bíta í það súra epli að fleirir fylgjast með Handbolta heldur en sterkasti maður heims

Hemmi (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 15:54

6 Smámynd: BNT

það er metnaðarleysi að nota ekki stera.

en jú, það er rétt. Fálkaorðan er löngu orðin grín...

BNT, 27.8.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband