BNT

Viljið þið gjöra svo vel að hætta þessu!

Hverjum er eiginlega verið að hjálpa með svona böstum?

Er verið að hjálpa neytendum úr klóm harðsvíraða fíkniefnasala? Eða er verið að hjálpa varnarlausum húsmæðrum frá stórhættulegum fíklum? Eða er kannski verið að hjálpa ríkissjóð með auknum sektum?

Það á að lögleiða öll fíkniefni. Ríkið ætti meira að segja að sjá um söluna sjálft.

Apótek myndu sjá um söluna. Ríkið myndi þannig stjórna framboði og verði. Undirheimar, handrukkanir og ofbeldið myndi hverfa. Ríkið hefði fjármagn í árangursríkari forvarnir og meðferðir. Besta væri að ríkið og lögreglan myndi vita hverjir eru að nota hvað og í hvaða magni, en það myndi auðvelda það til muna að stjórna þeim örfáu neytendum sem hafa ekki stjórn á eigin neyslu.

Dauðsföll að völdum eiturlyfja myndu einnig minnka. Allir þeir sem hafa dáið af ofneyslu E-taflna hafa látist af völdum annara efna en MDMA, sem er virka efnið í E-töflum. Fólk myndi verða óhrædd við að fræðast um eiturlyf og kalla á hjálp þegar hennar er þarfnast. En sjálfur man ég eftir nokkrum dæmum þar sem neyðarlínan hefði getað bjargað lífum ef það væri hægt að hringja í hana án þess að óttast handtöku fyrir vörslu fíkniefna.

Lögleiðing myndu stuðla að ábyrgari neyslu, færri hættulegum neytendum, minna ofbeldi, betri fræðslu og forvörnum, öruggari borg og meira af peningum í ríkissjóð.

Eiturlyf eru vandamál. Óholl og hálfógeðsleg. En vandamálið er af heilsufarslegum toga, ekki glæpsamlegum.

ps. sveppatíð er að hefjst í þessum rituðu orðum. Farið út, týnið sveppi, búið til te og hugsið út fyrir rammann.


mbl.is Fíkniefni fundust í nokkrum íbúðum í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert fávíti.  Skrif þín dæma sig sjálf.

Rikki rokk (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:50

2 identicon

ég er ekki sammála því að hann sé það sem fyrri ræðumaður nefndi..
Hins vegar held ég að fá ykkar vitið hvað undirheimurinn er stór á íslandi og hvað markaðurinn er gríðalegur. Ég veit um dæmi um 12-15 ára krakka sem eru að reyjja bæði gras og sikrettur, og svo tala ég ekki um hvað gerist þegar þau fara i stekari efni

Gunnar Þór Sigurjónsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 16:01

3 identicon

Það er bara algjört rugl þessi skrif þín.  Við eigum bara efla þetta til muna og gera eyjuna fíkniefnalausa. Við búum á einhverri afskekktri eyju og eigum að nýta okkur það.  Bara gera alvöru fangelsi fyrir þessa hauga og þunga dóma.  ´Hætta að gera þetta að einhverju hótel kjaftæði með fangelsin.

Halli (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 16:36

4 identicon

Ég er algjörlega sammála þessari grein. Vel gert.

Árni (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 19:38

5 identicon

Urrrrr....!!! Ástandið er nógu slæmt núna, ég veit það því sonur minn er í neyslu. Það yrði algjörlega skelfilegt ef allir gætu bara labbað út í apótek til að kaupa fíkniefni. Þá fyrst myndu unglingarnir okkar deyja úr neyslu.

Bryndís (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband